6.9.2017 10:47:00   -  Greinar

Þessi inngangsorð um Kristin Sveinsson föðurbróður minn birtust í Morgunblaðinu í dag á undan fjölda góðra minningargreina: „Kristinn Sveinsson, húsasmíðameistari, fæddist í Dagverðarnesseli, Klofningshreppi, Fellsströnd í Dalasýslu 17. október 1924. Hann lést á Landspítalanum 23. ágúst 2107. Foreldrar hans voru Sveinn Hallgrímsson, f. 17.9. 1896, d. 26.11. 1936, bóndi frá Túngarði á Fellsströnd, og Salóme Kristjánsdóttir, f. 10.3. 1891, d. 29.7. 1973, húsfreyja frá Breiðabólsstað á Fellsströnd. Þeim hjónum varð tíu barna auðið: Ingunn, f. 1918, d. 2008. Friðgeir, f. 1919, d. 1952, Gestur Zophonías, f. 1920, d. 1980, Sigurjón, f. 1922, d. 1994, Kristinn, Jófríður Halldóra, f. 1926, Ólöf Þórunn, f. 1929, d. 1998, Baldur, f. 1931, d. 2013, Steinar, f. 1932, d. 1981, og Kristján, f. 1934. Jófríður Halldóra og Kristján lifa systkini sín.

Meira...

29.12.2016 15:33:00   -  Greinar
Svandís Svavarsdóttir skrifaði eftirfarandi minningargrein um móður mína, ömmu sína, Guðrúnu Valdimarsdóttur. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. desember síðastliðinn á útfarardaginn. Með þessari grein eru allar greinar um mömmu sem birtust á útfarardaginn komnar á svavar.is.
Meira...

22.12.2016 22:00:00   -  Greinar

 

Þessa minningargrein skrifað Guðrún Ágústsdóttir um mömmu mína en greinin birtist í Morgunblaðinu á útfarardaginn 22. desember 2016.

 

Mikið var hún Guðrún Valdimarsdóttir, eða Dúna skemmtileg kona og klár. „Hún Dúna er alltaf svo glöð” sögðu samferðarmenn hennar og það var svo sannarlega satt. Lífið hafði upp á svo margt skemmtilegra að bjóða en þá erfiðleika, sem stundum mættu henni á lífsleiðinni. Eins og t.d. að dansa og syngja. Ég man fyrst þegar ég sá syni hennar þá tvo eldri sveifla henni um gólfið í Breiðfirðingabúð. Þá var eins og fæturnir á henni snertu ekki gólfið. Það var fjör. Og alltaf var sungið –  enda var Dúna oftast í kór.

     En lífið hjá henni Dúnu var ekki bara dans á rósum. Hún og Gestur hófu búskap 1944 með elsta drenginn sinn í nýlegu steinhúsi sem Gestur hafði byggt yfir þau og fósturforeldra sína í Stóra-Galtardal.  Húsið var kalt – öfugt við torfbæinn sem flutt var úr og drengurinn á fyrsta ári með kíghósta. Eftir tvo vetur þar ákvað hún að heimsækja foreldra sína í Borgarfjörðinn og kom ekki aftur fyrr en nokkrum árum seinna.

Meira...

Hugmynd

Síðan Hugmynd hefur birt flest skrif mín frá árinu 2010. Þangað verður einnig safnað eldri skrifum. Þá verður oft vísað til skrifa annarra. Ekki verður skrifað reglulega á síðu þessa heldur af og til eftir aðstæðum höfundar.-  Ég gaf út heimasíðuna Hugmynd á árunum 1998 – 1999 en og hér gengur hún til móts við nýja framtíð. 

Svavar Gestsson

Bókaskrif

Á þessar síður set ég greinar sem ég skrifa í blöð. Vísa einnig á fésbók þar sem ég set af og til inn einhverjar athugasemdir.

 

Breiðfirðingur 2017 - kominn út

 

Tímaritið Breiðfirðingur 2017 er kominn út. Efnið er fjölbreytt. Þó má segja að ritið eigi sér aðallega einn samnefnara að þessu sinni sem er Kirkjufellið. Forsíðan er mynd af Kirkjufellinu, en Haukur Már Haraldsson tók myndina. Haukur er reyndar umbrotsmaður ritsins. Pétur Ástvaldsson er yfirlesari ritsins. Ritið er gfið út af Breiðfirðingafélaginu.Formaður þess er Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Magnússkógum Dalabyggð.

Meðal efnis:

Dularfull örnefni í Dölum. Stórskemmtileg og fróðleik grein eftir Árna Björnsson.
Jarðhiti í Vestur-Barðastrandarsýslu eftir jarðfræðinginn Hauk Jóhannesson.
Gengið á Kirkjufellið. Frásögn eftir Bjarna E. Guðleifsson
Viðtöl og myndir úr Grundarfirði.
Þrjár járnbrautir á Skarðsströnd eftir Sigurð Þórólfsson
Kollótt fé er frá Kleifum eftir Jón Viðar Jónmundsson
Haraldína Haraldsdóttir - grein eftir Svavar Gestsson um konu sem ólst upp á Hellissandi og í Eyrarsveit, var 20 ár í Dölunum, svo aftur í Eyrarsveit og loks á Hellissandi.

Fjöldi auglýsinga er í ritinu frá styrktaraðilum okkar.

 

Forsíða Breiðfirðings 2017